fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Grunar einn af þjálfurum Íslands um að hafa eitthvað á móti Viðari persónulega – „Ég ætla að tala hreint út“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. mars 2021 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson sérfræðingur í Dr. Football hlaðvarpinu segir að persónuleg skoðun hjá aðila í þjálfarateymi Íslands sé ástæða þess að Viðar Örn Kjartansson er ekki í fyrsta landsliðshópi Arnars Þórs Viðarssonar.

Arnar Þór kynnti hóp sinn í vikunni fyrir leiki í undankeppni HM. Viðar Örn hefur skorað mikið í Noregi og skoraði í síðasta verkefni landsliðsins undir stjórn Erik Hamren.

Mikael fór mikinn í hlaðvarpinu í dag og sagði að einn af þjálfurunum þremur hafa eitthvað á móti Viðari. Mikael fór þó ekki út í að nefna hvort það væri Arnar Þór eða annar af aðstoðarmönnum hans sem eru Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerback.

„Ég ætla að tala hreint út, ég man alltaf þegar ég var á sundlaugabakkanum á Alicante í nóvember. Nýbúið að reka mig frá Njarðvík og Ísland var að spila gegn Danmörku, hann skoraði þar. Ég var pottþéttur á að hann myndi byrja gegn Þýskalandi, ég sendi honum skilaboð. Þetta er persónulegt, það segir sjálft. Ég veit ekki hvaðan, það er einhver af þjálfurum liðsins,“ sagði Mikael og virtist reiður með þessa ákvörðun.

Smelltu hér til að sjá fyrsta landsliðshóp Arnars Þórs

Mikael segir að íslenskir blaðamenn eiga að hjóla í málið og finna út úr því. „Það er lykt af þessu, það er persónulegt. Blaðamenn eiga að hjóla í þetta“

Kristján Óli Sigurðsson tók þá til máls og hafði þetta að segja. „Allir hinir framherjarnir eru með svipaða eiginleika, þetta er hulin ráðgáta. Hann skorar ef hann spilar. Það var Zoom fundur í janúar með leikmönnum, Viðar var ekki boðaður á þann fund. Er eitthvað flókið að taka upp helvítis tólið og tala við manninn,“ sagði Kristján um stöðu máli.

Lagerback er mættur aftur í þjálfun íslenska liðsins en Hjörvar Hafliðason segir að sá sænski hafi aldrei haft miklar mætur á Viðar. „Það er alveg ljóst að Lars Lagerback hefur ekki fýlað hann, ef þjálfari fýlar ekki leikmann að láta hann ferðast í þrjá leiki og spila ekkert, það bara betra að koma hreint fram og vera ekki með hann í þessum plönum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Chelsea losar tvo leikmenn í dag

Chelsea losar tvo leikmenn í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bayern gefst upp í bili

Bayern gefst upp í bili
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið

Leikmaður Liverpool sagður vera brjálaður út í félagið