Manchester United hefur skrifað undir stærsta styrktarsamning í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en um er að ræða tæknifyrirtækið TeamViewer.
TeamViewer mun auglýsa framan á treyju enska liðsins frá og með næstu leiktíð. TeamViewer tekur við af Chevrolet sem hefur verið með samning við United síðustu ár.
Um er að ræða stærsta samning í sögu ensku deildarinnar en áður hafði samningurinn við Chevrolet verið sá stærsti.
Samningurinn er til fimm ára en samkvæmt Daily Mail mun samningurinn færa United um 240 milljónir punda í vasann.
United er eitt stærsta íþróttafélag í heimi en TeamViewer vonast til þess að samstarfið við United færi fyrirtækinu aukin umsvif.