SönderjyskE hefur sent Ísak Óla Ólafsson heim til Keflavíkur á láni, félagið vill að Ísak öðlist reynslu.
Þessi tvítugi varnarmaður kom til SönderjyskE sumarið 2019 frá Keflavík en hefur lítið fengið að spila undanfarið.
„Ísak er með mikla hæfileika, hann þarf að spila meira til að þróa þá,“ sagði Klaus Rasmussen yfirmaður knattspyrnumála hjá SönderjyskE.
Ísak hefur leikið sjö leiki fyrir SönderjyskE en hann er í landsliðshópi U21 árs liðsins sem fer á EM í næstu viku.
Hann mætir síðan heim til Íslands og verður í fullu fjöri með Keflavík í efstu deild karla í sumar, þar sem liðið er komið aftur í deild þeirra bestu.