fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Pressan

Segja að Neanderdalsmenn hafi hjálpað við gerð fyrstu listaverka nútímamanna

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 21. mars 2021 08:00

Þetta eru skartgripir sem voru búnir til undir áhrifum frá Neanderdalsmönnum. Mynd:SiberianRussian Academy of Sciences

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Neanderdalsmenn, Denisovans og Homo sapiens (tegundin sem við tilheyrum) hittust fyrir um 50.000 árum gerðu tegundirnar meira en bara blandast og eignast afkvæmi saman næstu árþúsundirnar. Þær skiptust á hugmyndum sem ýttu undir sköpunargáfu.

Þetta er mat Tom Higham, prófessors í fornleifafræði við OxfordháskólaThe Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Higham færi rök fyrir því að þessi skipti á hugmyndum skýri hversu mikil aukning varð á gerð ýmissa muna, notkun lita og beina og gerð hellamálverka. Hann segir að frá því fyrir um 50.000 árum og næstu 8.000 til 10.000 árin hafi orðið mikil aukning á slíkum skreytingum sem höfðu aldrei áður sést. Fyrir 40.000 til 150.000 árum voru homo sapiens, Neanderdalsmenn, Homo floresiensisHomo Luzonesis og Denisovans meðal þeirra tegunda sem uppi voru.

„Ef þessar tegundir eignuðust afkvæmi saman þá getur vel verið að þær hafi skipst á hugmyndum, tungumáli og hugsunum. Menn eru góðir að tileinka sér nýjar hugmyndir,“ er haft eftir honum.

Í nýrri bók sinni, The World Beofre UsHow Science is Revealing a New Story of Our Human Origins, fer Higham yfir þetta og skoðar, út frá nýjustu tækni og vísindum, hvernig tegundin okkar varð að lokum eina tegund manna á jörðinni og hvernig hinar tegundirnar „lifa áfram í genum okkar í dag“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?

Hversu oft þurfa karlar að hafa sáðlát til að draga úr líkunum á blöðruhálskrabbameini?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin

Þetta áttu ekki að borða á kvöldin