Þetta er sama vandamálið og ESB hefur staðið frammi fyrir. Í bréfi sem bresk heilbrigðisyfirvöld sendu til starfsstöðva sinna um allt land kemur fram að reikna megi með að verulega muni hægja á afhendingu bóluefna frá og með 29. mars.
Matt Hancok, heilbrigðisráðherra, segir að nú sé búið að gefa 25 milljónum landsmanna að minnsta kosti einn skammt af bóluefni.
Yfirvofandi tafir munu hægja á gangi bólusetninga og munu aðallega bitna á fólki yngra en fimmtugu. Í fyrrnefndu bréfi kemur fram að nota eigi þá skammta sem berast frá og með 29. mars til að gefa þeim seinni skammtinn sem hafa nú þegar fengið fyrri skammtinn.