fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Evrópudeildin: Arsenal áfram í 8-liða úrslit – Framlengt hjá Tottenham – Björn Bergmann spilaði í sigri

Aron Guðmundsson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 19:49

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkrum leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Arsenal er komið áfram þrátt fyrir tap gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld. Björn Bergmann spilaði í jafntefli Molde gegn Granada og framlengt er hjá Tottenham og Dinamo Zagreb. Lestu um úrslit kvöldsins hér fyrir neðan.

Arsenal tók á móti gríska liðinu Olympiacos í kvöld, leikið var á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal. Fyrri leik liðanna leik með 3-1 sigri Arsenal en leikur kvöldsins endaði með 1-0 sigri Olympiacos. Eina mark leiksins skoraði Youssef El-Arabi á 51. mínútu. Arsenal er því komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar með samanlögðum 3-2 sigri.

Dinamo Zagreb og Tottenham eigast nú við á Maksimir vellinum í Króatíu. Framlengja þurfti leikinn en staðan í einvíginu eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Við greinum nánar frá úrslitum einvígisins seinna í kvöld.

Björn Bergmann Sigurðarsson, var í byrjunarliði Molde sem tók á móti Granada. Björn lék 63 mínútur í leiknum sem endaði með 2-1 sigri Molden. Það reyndist hins vegar ekki nóg fyrir norska liðið sem tapar einvíginu samanlegt 3-2 eftir 2-0 tap í fyrri leiknum.

Úkraínska liðið Shakthar tók þá á móti ítalska liðinu Roma. Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Roma og leikur kvöldsins endaði með 2-1 sigri Roma. Samanlagt fer ítalska liðið því áfram í 8-liða úrslit keppninnar með 5-1 sigri.

Shakhtar 1 – 2 Roma (Samanlagt 5-1 sigur Roma)
0-1 Borja Mayoral (’48)
1-1 Júnior Moraes (’59)
1-2 Borja Mayoral (’72)

Arsenal 0 – 1 Olympiacos (Samanlagt 3-2 sigur Arsenal)
0-1 Youssef El Arabi (’51)
Rautt spjald: Ousseynou Ba, Olympiacos (’82)

Dinamo Zagreb 2 – 0 Tottenham (FRAMLENGT)
1-0 Mislav Orsic (’62)
2-0 Mislac Orsic (’83)


Molde 2 – 1 Granada (Samanlagt 3-2 sigur Granada)

1-0 Jesús Vallejo (’29)
1-1 Soldado (’72)
2-1 Erik Hestad (’90, víti)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu

Glugginn lokar í kvöld – Eitthvað stórt og óvænt í loftinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Chelsea losar tvo leikmenn í dag

Chelsea losar tvo leikmenn í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Róbert Orri kominn til Víkings

Róbert Orri kominn til Víkings
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar

Albert skoraði gegn gömlu félögunum – Fyrsti byrjunarliðsleikur Hákonar