Nokkrum leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Arsenal er komið áfram þrátt fyrir tap gegn Olympiacos á heimavelli í kvöld. Björn Bergmann spilaði í jafntefli Molde gegn Granada og framlengt er hjá Tottenham og Dinamo Zagreb. Lestu um úrslit kvöldsins hér fyrir neðan.
Arsenal tók á móti gríska liðinu Olympiacos í kvöld, leikið var á Emirates Stadium, heimavelli Arsenal. Fyrri leik liðanna leik með 3-1 sigri Arsenal en leikur kvöldsins endaði með 1-0 sigri Olympiacos. Eina mark leiksins skoraði Youssef El-Arabi á 51. mínútu. Arsenal er því komið áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar með samanlögðum 3-2 sigri.
Dinamo Zagreb og Tottenham eigast nú við á Maksimir vellinum í Króatíu. Framlengja þurfti leikinn en staðan í einvíginu eftir venjulegan leiktíma var 2-2. Við greinum nánar frá úrslitum einvígisins seinna í kvöld.
Björn Bergmann Sigurðarsson, var í byrjunarliði Molde sem tók á móti Granada. Björn lék 63 mínútur í leiknum sem endaði með 2-1 sigri Molden. Það reyndist hins vegar ekki nóg fyrir norska liðið sem tapar einvíginu samanlegt 3-2 eftir 2-0 tap í fyrri leiknum.
Úkraínska liðið Shakthar tók þá á móti ítalska liðinu Roma. Fyrri leik liðanna lauk með 3-0 sigri Roma og leikur kvöldsins endaði með 2-1 sigri Roma. Samanlagt fer ítalska liðið því áfram í 8-liða úrslit keppninnar með 5-1 sigri.
Shakhtar 1 – 2 Roma (Samanlagt 5-1 sigur Roma)
0-1 Borja Mayoral (’48)
1-1 Júnior Moraes (’59)
1-2 Borja Mayoral (’72)
Arsenal 0 – 1 Olympiacos (Samanlagt 3-2 sigur Arsenal)
0-1 Youssef El Arabi (’51)
Rautt spjald: Ousseynou Ba, Olympiacos (’82)
Dinamo Zagreb 2 – 0 Tottenham (FRAMLENGT)
1-0 Mislav Orsic (’62)
2-0 Mislac Orsic (’83)
Molde 2 – 1 Granada (Samanlagt 3-2 sigur Granada)
1-0 Jesús Vallejo (’29)
1-1 Soldado (’72)
2-1 Erik Hestad (’90, víti)