Hinn stóri og stæðilegi framherji, Hulk, þarf á miklu eftirliti að halda hjá læknaliði brasilíska liðsins Atletico Mineiro sökum þess hversu mörg kíló hann getur misst á því að spila knattspyrnuleik.
Hulk samdi við Atletico Mineiro eftir að samningur hans við kínverska liðið Shanghai SIPG rann út.
Roberto Chiari, er hluti af læknateymi Atletico og hann segir að teymið þurfi að sjá til þess að Hulk drekki vel af vatni á meðan leik stendur sökum þess að hann geti misst fimm kíló í leik.
„Hann svitnar mikið en það þýðir ekki að hann sé eitthvað í slæmu ásigkomulagi,“ sagði Chiari í viðtali við sjónvarpsstöðina TV GALO.
„Þegar svitinn gufar upp verður það til þess að leikmaðurinn tapar líkamshita á skilvirkari hátt. Svo að missa nokkur kíló með vökvatapi í gegnum svita er ekki vandamálið. Það þýðir bara að við þurfum að sjá til þess að hann vökvi sig vel,“ sagði Chiari, meðlimur í læknateymi Atletico Mineiro.
Hulk tapar kannski kílóum eftir leik eða æfingu en hann er búinn að bæta þeim aftur á sig daginn eftir segir Chiari. Eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan er Hulk engin smásmíði og ekki auðvelt fyrir mótherja hans að ráða við hann.
Olha o Hulk, meus amigos… O melhor: juizão não deu nada! Segue o jogo!
Acompanhe a reta final de Atlético-MG x Uberlândia https://t.co/tKJwdgD0CT pic.twitter.com/kqGkjkbYlD
— ge (@geglobo) March 8, 2021