Einstaklingar tengdir Liverpool eru sjokkeraðir eftir að ákvörðun Gareth Southgate, þjálfara enska landsliðsins, um að velja ekki Trent Alexander-Arnold í næsta landsliðsverkefni, var gerð opinber.
Frá þessu greinir The Athletic. Þjálfarateymi Liverpool var öruggt um að Alexander-Arnold yrði valinn í landsliðið og sökum þess var leikmanninum meðal annars gefið frí í þessari viku með að í huga.
„Þegar fréttirnar bárust urðu menn sjokkeraðir og undrandi hjá Liverpool,“ var skrifað í grein sem birtist á heimasíðu The Athletic.
Blaðamenn The Athletic, eru sammála að um eina umdeildustu ákvörðun Gareth Southgate, hjá enska landsliðinu sé að ræða.
„Við teljum að Recce James og Kieran Trippier séu búnir að eiga framúrskarandi tímabil með sínum félagsliðum og Kyle Walker er í frábæru standi með Manchester City,“ sagði Southgate um ákvörðun sína að skilja Alexander-Arnold eftir heima.
England mætir San Marínó, Albaníu og Pólland í næsta landsleikjahléi.