Þjálfari hjá Manchester United átti í óeðlilegum samskiptum við þá 16 ára stelpu sem spilaði fyrir unglingalið félagsins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um kynferðislega misnotkun og áreitni í enskum fótbolta. Atvikið kom upp árið 2003.
Slík mál hafa borið á góma síðustu ár, um er að ræða mál er varðar þjálfara barna þar í landi. Mál frá fortíðinni hafa verið til rannsóknar til að skoða vandamálin.
Eitt af því sem kemur fram í skýrslunni eru samskipti þjálfara United við stelpuna. Foreldrar stúlkunnar komust í skilaboð í síma hennar sem komu frá þjálfaranum.
Málið var rannsakað hjá United og þjálfarinn settur til hliðar. Foreldrarnir voru meðvitaðir um hver þjálfarinn væri enda hafði hann oftar en ekki keyrt stúlkunni heim af æfingum.
Eftir 16 ára afmæli hennar fóru skilaboðin til hennar að verða kynferðisleg og hann skildi eftir hljóðskilaboð þar sem hann sagðist elska hana.
Þjálfarinn hafði fengið veður af því að stelpan væri skotin í honum, þjálfarinn ákvað að bóka hótelherbergi fyrir sig og stelpuna eftir afmæli hennar en þessu hafnar þessi fyrrum þjálfari United.