fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Rukkar allt að 125 þúsund krónur fyrir myndband af sér borða

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 18. mars 2021 13:12

Rosie. Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf Rosie er frekar óhefðbundið. Hún fær borgað fyrir að taka upp myndbönd af sér borða og senda viðskiptavinum sínum. Viðskiptavinirnir geta lagt fram séróskir varðandi hvers konar mat hún borðar.

Rosie er vinsæl á TikTok og deilir ýmsu tengdu starfi sínu þar. Í einu myndbandinu lýsir hún venjulegum degi í lífi sínu. Myndbandið hefur vakið mikla athygli og virðist netverjum þykja starf hennar einkar áhugavert.

Rosie byrjar daginn á því að fara í sturtu. Hún fer síðan í tölvuna og svarar tölvupóstum frá viðskiptavinum og spjallar við vinkonur sínar sem starfa einnig í kynlífsiðnaðinum.

Hún kíkir síðan á kryddjurtagarðinn sinn og veltir því fyrir sér að hún þurfi ekki lengur að vinna frá níu til fimm.

Þennan tiltekna dag ætlar viðskiptavinur að borga henni 57 þúsund krónur fyrir að borða vefju. Hún undirbýr matinn, velur þátt til að horfa á meðan hún borðar og skrifar niður nokkra punkta um hvað hún ætlar að tala um.

Síðan kemur að mikilvægasta augnabliki dagsins. Máltíðin sjálf.

Þegar hún er búin að borða og taka það upp sest hún við tölvuna og sendir myndbandið á viðskiptavininn og sötrar gott vín.

@rosiezeppelin(18+ this is a type of SW) #whatidoinaday being paid to eat food on camera! 🧡🥡 My messages are open if you want to be a client! 🧡🧋 #fyp #muckbang♬ Pieces (Solo Piano Version) – Danilo Stankovic

Í öðru myndbandi útskýrir hún starfið nánar og segir að hún rukkar á bilinu 38 til 125 þúsund krónur fyrir eitt matarmyndband.

Myndbandið hér að neðan er gott dæmi um myndband sem hún selur viðskiptavinum sínum. „Þetta er bara ég, sitjandi, talandi, borðandi. Ég farða mig sjaldan, þar sem ég er sjaldan förðuð í alvöru.“

@rosiezeppelin18+ for everyone wanting to know what site i use. I hope thus clears it up #muckbang #eating #asmr #fyp♬ original sound – Rosie

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart