Heiko Vogel þjálfari hjá Borussia Mönchengladbach hefur talsvert verið í fréttum eftir að hafa misst stjórn á skapi sínu. Atvikið átti sér stað í leik hjá varaliði félagsins en liðið vann þá 2-1 sigur á Bergisch Gladbach í fjórðu efstu deild þar í landi.
Vogel og aðstoðarmenn hans helltu sér þá yfir dómara leiksins og fékk Vogel tveggja leikja bann fyrir hegðun sína.
Vogel var sektaður um 220 þúsund krónur, en ein refsing hans vekur meiri athygli. Það er sú staðreynd að hann hefur verið dæmdur til að þjálfa kvennalið.
Vogel þarf að þjálfa konur í sex skipti og er það talið vera refsing fyrir hann. Margir hafa undrast á þessu.
„Fótboltakonur og fótboltastelpur eru ekki teknar eins alvarlega og karlar og strákar,“ segir Nicole Selmer talsmaður kvenna í fótbolta í Þýskalandi.
„Þetta setur þjálfun á konum í sama flokk og samfélagsþjónustu. Konur eru ekkert meiri fagmenn í íþróttum.“