fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Lögreglan í kapphlaupi við tímann – Eftir 12 vikna gæsluvarðhald verður að koma ákæra

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 18. mars 2021 12:00

Einn sakborninga í Rauðagerðismálinu leiddur út úr húsi Héraðsdóms Reykjavíkur mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið Albananum Armando Bequirai að bana laugardagskvöldið 13. febrúar var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Lögmaður hans staðfestir við DV að úrskurðurinn verði kærður til Landsréttar, sem mun skila úrskurði nokkrum dögum síðar.

Maðurinn var handtekinn þriðjudaginn 16. febrúar. Hann hefur því þegar setið í fjögurra vikna gæsluvarðhaldi. Hann mun að óbreyttu sitja í gæsluvarðhaldi til 14. apríl og verða vikurnar þá orðnar um átta. Samkvæmt lögum er ekki hægt að halda mönnum í gæsluvarðhaldi lengur en í 12 vikur án þess að gefa út ákæru. Þegar gæsluvarðhald mannsins rennur út um miðjan apríl verður því klukkan nokkuð farin að ganga á lögregluna og þrýstingur á að afla sönnunargagna orðinn mikill.

Maðurinn er grunaður um að hafa skotið Armando níu skotum úr skammbyssu með hljóðdeyfi. Lögregla hefur hingað til neitað að upplýsa um hvort morðvopnið hafi fundist eða ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“

Theódóra ósátt við Arnarlandsskipulagið – „Mér finnst þessi viljayfirlýsing koma tveimur til þremur árum of seint“
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið

Borgaði 5.720 krónur fyrir miðborgarbakkelsi sem smakkaðist ekki sem nýtt – Klassíski blái gúmmíhanskinn gerði útslagið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt

Hætta á snjóflóðum á suðvestanverðum Vestfjörðum – Hugsanlega rýmt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína

Reyndi að koma sér undan því að gera að fullu upp við fyrrverandi eiginkonu sína
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið

Hryllingur á göngustíg – Sigmar nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið