fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Jón Daði spilaði í tapi gegn QPR

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 21:17

Jón Daði / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

QPR tók á móti Millwall í ensku B-deildinni í kvöld. Leiknum lauk með 3-2 sigri QPR en leikið var á heimavelli liðsins í Lundúnum.

Jón Daði Böðvarsson kom inn á 77. mínútu í liði Millwall.

Millwall byrjaði leikinn af krafti og komst í stöðuna 2-0 með mörkum á 6. og 39. mínútu frá Jed Wallace og Mason Bennett.

QPR náði hins vegar að jafna leikinn með mörkum frá Charlie Austin og Stefan Johansen á 51. og 67. mínútu.

Sigurmark leiksins kom síðan undir lok leiks þegar að Jordy de Wijs, leikmaður QPR kom boltanum í netið á 86. mínútu og innsiglaði 3-2 sigur liðsins.

Millwall er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 49 stig. QPR situr í 12. sæti, einnig með 49 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar
433Sport
Í gær

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Í gær

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“