Keflavík tók í kvöld á móti KR í A-deild Lengjubikarsins. Leiknum lauk með 6-0 sigri Keflavíkur en leikið var í Reykjaneshöllinni.
Marín Rún Guðmundsdóttir kom Keflavík yfir með marki á 28. mínútu.
Þremur mínútum síðar bætti Ísabel Jasmín Almarsdóttir við öðru marki Kelfvíkinga og Amelía Rún Fjeldsted kom síðan Keflavík í stöðuna 3-0 með marki á 45. mínútu. Þannig stóðu leikar í hálfleik.
Keflavík bætti við þremur mörkum í seinni hálfleik og það var Natasha Moraa Anasi sem skoraði öll þrjú mörkin og innsiglaði 6-0 sigur Keflavíkur.
Keflavík er eftir leikinn í 2. sæti riðils-1 en KR situr í neðsta sæti án stiga eftir fjórar umferðir.
Keflavík 6-0 KR
1-0 Marín Rún Guðmundsdóttir (’28)
2-0 Ísabel Jasmín Almarsdóttir (’31)
3-0 Amelía Rún Fjeldsted (’45)
4-0 Natasha Moraa Anasi (’48)
5-0 Natasha Moraa Anasi (’51)
6-0 Natasha Moraa Anasi (’56)