Joan Laporta var í dag staðfestur sem næsti forseti spænska félagins Barcelona. Að því tilefni var haldinn viðburður þar sem hann var vígður inn í embættið.
Meðal þeirra sem voru viðstaddir athöfnina voru leikmenn og starfslið Barcelona og að sjálfsögðu stjörnuleikmaður liðsins Lionel Messi.
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Messi í Barcelona en það verður eitt af forgangsmálum Laporta að fá Messi til að framlengja dvöl sína hjá Börsungum.
Laporta hélt ræðu í dag að Messi viðstöddum og undirstrikaði það hversu hrifinn hann væri af honum sem leikmanni. Laporta ætlar að reyna sitt besta í að sannfæra leikmanninn.
„Ég mun gera allt til þess að reyna sannfæra Messi um að vera áfram. Við munum reyna það vegna þess að hann er besti leikmaður í heimi og fyrirgefðu mér fyrir að segja þér þetta fyrir framan alla hér,“ sagði Laporta og beindi orðum sínum að Messi, „Þú veist hversu mikið ég elska þig Leo og hversu mikið við viljum að þú verðir áfram,“ sagði Joan Laporta, forseti Barcelona.
Barça president Laporta: „I will do everything I can to try to convince Messi to stay. We’ll try because he is the best player and forgive me for telling you in front of everyone here, but you know how much I love you Leo and how much we want you to stay“ 🇦🇷 #Barça @HagridFCB
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 17, 2021