fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
433Sport

Eiður efaðist en „Þetta var skref sem var ekki hægt að segja nei við“

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, var gestur í þriðja þætti 433.is sem var sýndur á Hringbraut í gærkvöldi. 

Meðal þess sem rætt var í þættinum var skref Eiðs í þjálfun félagsliðs en hann tók við FH um mitt síðasta tímabil. Eiður segist ekki hafa verið viss á þeim tímapunkti að hann væri kominn á þann stað að geta tekið við félagsliði. Áður hafði hann verið aðstoðarþjálfari u-21 árs landsliðsins og vann í svokölluðum „skorpum“.

„Þetta var alveg eitthvað sem ég velti fyrir mér og var ekkert alveg 100% viss um að ég væri tilbúinn í. En það kom upp sama tilfinning hjá mér þegar að ég tók þjálfaragráðurnar og þegar að ég var út á velli, það kom upp nákvæmlega sama upplifun nema að þarna er þetta bara alla daga og svo fer maður annað hvort heim í geggjuðu skapi eða hundfúll eftir leik helgarinnar.“

Telur að FH geti orðið Íslandsmeistari í sumar

Eiður Smári tók við FH ásamt Loga Ólafssyni eftir að Ólafur Kristjánsson, hætti með liðið á miðju tímabili og tók við danska liðinu Esbjerg.

Undir stjórn Eiðs og Loga, endaði FH í 2. sæti Pepsi-Max deildarinnar.

„Við vorum með flott lið, ég tók við flottum mannskap. Óli Kristjáns var búinn að setja ræturnar í liðið. Við Logi komum með einhverjar áherslubreytingar sem að gengu mjög fínt. Við vorum kannski ekki alveg komnir á þann stað að verða Íslandsmeistarar en ég hef mikla trú á því að í sumar verði FH-liðið í stakk búið til að taka það skref.“

Eiður skrifaði undir nýjan samning við FH í nóvember árið 2020 og var ánægður með stefnuna sem liðið var að taka og Eiður var farinn að sjá fram á að geta tekið FH á næsta stig.

Var farinn að sjá framtíð sína í Hafnarfirðinum þegar næsta tækifæri bauðst

Í desember var Arnar Þór Viðarsson, þjálfari u-21 árs landsliðsins, ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Eiður hafði starfað sem aðstoðarmaður Arnars með u-21 liðið og fylgdi Arnari í A-landsliðið og þurfti því að láta af störfum sem þjálfari FH.

„Við höfðum trú á því sem við vorum að gera og það sem ég lagði upp með en svo gerist einhvað og það breytast tímarnir. Ég var farinn að sjá framtíð mína með FH-liðinu en svo kom bara næsta skref.“

Eiður segist hafa efast um ákvörðunina að yfirgefa FH og verða aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins.

„Ég var nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við FH og mínar hugmyndir voru bara algjörlega í Hafnarfirði á þeim tíma. Svo kemur þetta tækifæri með landsliðið, við Arnar þekkjumst vel, höfum unnið saman og spilað saman. Þetta var bara skref sem var ekki hægt að segja nei við.“

Viðtalið við Eið Smára í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag

Rosalegu tilboði Tottenham hafnað – City vinnur að því að fá inn miðjumann í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“

Dauðhræddur þegar hann lendir í þessu í umferðinni: Tveir vopnaðir menn fylgdu honum heim – ,,Munu þeir heimsækja okkur þegar krakkinn er heima?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad

Orri heldur áfram að skora fyrir Sociedad