fbpx
Sunnudagur 09.febrúar 2025
433Sport

Zlatan er klár í slaginn og verður í leikmannahóp er AC Milan mætir Manchester United

Aron Guðmundsson
Miðvikudaginn 17. mars 2021 18:27

Mynd/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zlatan Ibrahimovic, leikmaður AC Milan, hefur náð sér af meiðslum og verður til taks í leik liðsins gegn Manchester United í Evrópudeildinni á morgun. Þetta staðfesti, Stefano Pioli, knattspyrnustjóri AC MIlan.

„Ibrahimovic hefur náð sérm, á morgun verður hann til taks,“ sagði Pioli á blaðamannafundi.

Ólíklegt er þó að Zlatan sé klár til þess að spila 90. mínútur.

„Ég er ekki viss um að hann geti spilað í 90. mínútur,“ sagði Pioli.

Zlatan meiddist í leik gegn Roma þann 28. febrúar síðastliðinn og hann hefur verið frá síðan þá.

Hinn 39 ára gamli sænski framherji, hefur verið í frábæru formi á tímabilinu. Hann hefur komið við sögu í 21 leik með AC Milan, skorað 16 mörk og gefið tvær stoðsendingar.

Um seinni viðureign AC Milan og Manchester United er að ræða í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leikur liðanna endaði með 1-1 jafntefli en sá leikur fór fram á Old Trafford.

Ætla má að Zlatan vilji ólmur mæta Manchester United á morgun en hann lék með félaginu á árunum 2016-2018. Hjá Manchester United spilaði hann 53 leiki, skoraði 29 mörk og gaf 10 stoðsendingar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið

Skoraði ótrúlegt mark gegn Englandsmeisturunum – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar

Vilja fá Fabregas til að taka við í sumar
433Sport
Í gær

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“

Guardiola biður leikmann City afsökunar: ,,Ástæðan er ekki persónuleg“
433Sport
Í gær

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“

Aron ekki spenntur fyrir að taka þetta málefni fyrir – „Næsta spurning“