Laufey Rún Ketisdóttir (33), lögfræðingur og fyrrum aðstoðarmaður Sigríðar Andersen og núverandi starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, og Bergþór Ólason (46), viðskiptafræðingur og þingmaður Miðflokksins, eru nýtt par.
Bergþór var aðstoðarmaður Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra árin 2003-2006 svo Laufey og Bergþór eiga margt sameiginlegt þó flokksskirtieinið skilji þau að, en Laufey var aðstoðarmaður Sigríðar Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Bæði voru þau virk í starfi Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á sínum yngri árum. Berþór var í stjórn sambandsins á árunum 1999-2005 og Laufey sat stjórn sambandsins frá 2010 og var formaður þess á árunum 2015-2017.
Laufey og Bergþór hafa þekkst lengi en eru ný farin að stinga saman nefjum. Þrátt fyrir að starfa í sitthvorum flokknum hafa þau lengi vel átt skap saman og kristallast það í ástinni sem vaknaði með hlýrri vorstraumum.
Parið hefur sannað að samstarf Sjáflstæðisflokksins og Miðflokksins er svo sannarlega mögulegt og nú þarf að bíða og sjá hvort það muni hafa áhrif á komandi þingkosningar.