fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Meistaradeild Evrópu: Manchester City og Real Madrid áfram í 8-liða úrslit

Aron Guðmundsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 21:50

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Manchester City tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum með sigri á Gladbach frá Þýskalandi og Real Madrid tryggði sér einnig sæti í næstu umferð með sigri á Atalanta.

Manchester City tók á móti Gladbach á Puskas vellinum í Budapest. Um seinni leik liðanna var að ræða en Manchester City vann fyrri leikinn 2-0.

Það var Kevin De Bruyne sem kom Manchester City yfir í leik kvöldsins með marki á 12. mínútu. Aðeins fimm mínútum síðar innsiglaði Ilkay Gundogan síðan 2-0 sigur þeirra bláklæddu með marki eftir stoðsendingu frá Phil Foden.

Manchester City tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum keppninnar með samanlögðum 4-0 sigri.

Á Spáni tóku heimamenn í Real Madrid á móti ítalska liðinu Atalanta. Fyrri leik liðanna lauk með 1-0 sigri Madrídinga.

Karim Benzema kom Real Madrid yfir í leik kvöldsins með marki á 34. mínútu. Það var síðan Sergio Ramos sem bætti við öðru marki liðsins á 60. mínútu úr vítaspyrnu.

Luis Muriel minnkaði muninn fyrir Atalanta á 83. mínútu en það var Asensio, leikmaður Real Madrid, sem innsiglaði 3-1 sigur liðsins með marki á 85. mínútu.

Real Madrid fer því áfram í 8-liða úrslit með samanlögðum 4-1 sigri úr einvíginu.

Manchester City 2 – 0 Gladbach (Samanlagt 4-0 sigur Man City)
1-0 Kevin De Bruyne (’12)
2-0 Ilkay Gundogan (’18)

Real Madrid 3 – 1 Atalanta (Samanlagt 4-1 sigur R.Madrid)
1-0 Karim Benzema (’34)
2-0 Sergio Ramos (’60, víti)
2-1 Luis Muriel (’83)
3-1 Asensio (’85)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“