Orri Steinn Óskarsson ungur íslenskur framherji hefur slegið í gegn á sínu fyrsta ári með danska stórliðinu FCK. Orri er fæddur árið 2004 en hann skoraði eitt mark í 14 leikjum í næst efstu deild hér á landi í sumarið 2019, þá lék hann með Gróttu.
Orri Steinn hafnaði Arsenal til að ganga til liðs við FCK en FC Nordsjælland í Danmörku, vildi einnig fá hann.
Orri hefur spilað fyrir U15, U16 og U17 ára landslið Íslands og er gríðarlegt efni. Framganga hans í Danmörku hefur vakið verðskuldaða athygli.
Þórður Már Sigfússon knattspyrnuáhugamaður hefur tekið saman staðreyndir um framgöngu Orra á sínu fyrsta tímabili með FCK.
„Skorkort hins 16 ára Orra Steins Óskarssonar hjá FCK á þessu tímbili. 15 mörk í 9 leikjum með u17 ára liðinu,10 mörk í 4 leikjum með u19 (þar af 6 í 2 æfingaleikjum) og 1 mark í einum varaliðsleik. Samtals 26 mörk í 14 leikjum,“ skrifar Þórður um tölfræði Orra á tímabilinu.
Skorkort hins 16 ára Orra Steins Óskarssonar hjá @FCKobenhavn á þessu tímbili. 15 mörk í 9 leikjum með u17 ára liðinu,10 mörk í 4 leikjum með u19 (þar af 6 í 2 æfingaleikjum) og 1 mark í einum varaliðsleik. Samtals 26 mörk í 14 leikjum. #wonderkid #næstiKolbeinn
— Höllin er úrelt (@Nyjahollstrax) March 15, 2021