fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
433Sport

Kaupa sólarhrings öryggisgæslu fyrir alla eftir innbrot helgarinnar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 13:30

Di Maria og fjölskylda

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forráðamenn PSG í Frakklandi hafa tekið ákvörðun um að kaupa öryggisgæslu sem vaktar heimili leikmanna félagsins, allan sólarhringinn. Ástæðan eru tíð innbrot á heimili þeirra.

Brotist var inn á heimili Angel Di Maria í París í fyrradag þegar hann var að spila leik PSG og Nantes í frönsku úrvalsdeildinni. Vopnaðir menn ruddust inn á heimili fjölskyldunnar í París.

Samkvæmt frönskum fjölmiðlum var brotist inn í gegnum líkamsrækt fjölskyldunnar sem er á jarðhæð, þeir höfðu með sér verðmæti fyrir 80 milljónir íslenskra króna.

Þjófarnir fór upp með lyftu á aðra hæð hússins, kona hans og ung börn voru á fyrstu hæð hússins og náðu að fela sig þegar þjófarnir létu greipar sópa. Þeir tóku með sér úr, skartgripi og önnur verðmæti auk lykla sem geymdir voru í öryggisskáp fjölskyldunnar.

Þetta sama kvöld var brotist inn á heimili í eigur Marquinhos, innbrotsþjófarnir töldu leikmanninn eiga heima þar. Hið rétta er að hann keypti heimilið fyrir foreldra sína.

Þá var brotist inn hjá Mauro Icardi á dögunum og óttast forráðamenn PSG að þetta haldi áfram, félagið hefur því ákveðið að heimili allra verði vöktuð allan sólarhringinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18

Sonur goðsagnarinnar fékk kallið 16 ára gamall – Fyrsti leikurinn með U18
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt

Allt sem Ronaldo segir í viðtölum er satt
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn

Ein stærsta stjarnan ekki valin í leikmannahópinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“

Ummæli Guardiola vekja athygli: ,,Velkominn í ensku úrvalsdeildina“