fbpx
Fimmtudagur 13.mars 2025
433Sport

Davíð Snorri um gögnin sem láku á netið: „Það gætu orðið breytingar“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 09:09

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Davíð Snorri Jónasson þjálfari U21 árs landsliðsins segir að EM hópur hans sem lak út á vef UEFA sé ekki endanlegur hópur.

Davíð Snorri segir að enn sé verið að vinna hlutina með A-landsliði karla en um sé að ræða beinagrind að þeim hópi sem verði kynntur.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

Hópur Íslands birtist á vef UEFA nú í morgun en þar má finna 23 leikmenn. Mesta athygli vekur að Alfons Sampsted sem var lykilmaður í undankeppninni er ekki í hópnum, þannig má búast við því að Alfons verði í A-landsliðshópi sem kynntur er á morgun.

„Við staðfestum hópinn á fimmtudaginn, við þurfum alltaf að skila inn beinagrind að hópnum til UEFA. Við erum enn að vinna hlutina með A-landsliði karla,“ sagði Davíð í samtali við 433.is í morgun.

„Þetta er í raun það eina sem ég get sagt, við kynnum lokahópinn á fimmtudag og það gætu orðið breytingar á þeim hópi sem er þarna.“

Ljóst er að þetta er EM hópur Íslands að stærstu leyti en 1-2 breytingar gætu orðið á hópnum sem fer á lokamót Evrópukeppninnar í næstu viku.

Smelltu hér til að sjá hópinn sem var lekið á netið

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“

Ekkert þokast áfram í viðræðum Liverpool og Van Dijk – „Ég veit ekkert hvað gerist“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“

Fjölhæfir leikmenn eitthvað sem skiptir Arnar máli – „Margir sem fá að bíta í það súra epli“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah

Henry hefur skoðun á því hver á að vinna Ballon d’Or og það er ekki Salah
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi

Lögreglan í Reykjavík kölluð út í gær vegna stuðningsmanns Liverpool í heimahúsi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sá fyrsti síðan Terry rann

Sá fyrsti síðan Terry rann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“

Blaðamaður Morgunblaðsins hneykslaður á KSÍ – „Þetta hlýtur að vera falin myndavél?“