fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Almannavarnir skoða hvernig er hægt að bregðast við hugsanlegu hraunflæði á Reykjanesi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 07:52

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjá almannavörnum er nú unnið að því að kortleggja viðbragð við hugsanlegu hraunflæði á Reykjanesi ef til goss kemur. Er horft til goss í Nátthaga en fleiri sviðsmyndir eru einnig teknar með í áætlanagerðina.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Rögnvaldi Ólafssyni, deildarstjóra hjá almannavörnum, að gert sé ráð fyrir að  nokkrir klukkutímar gefist til að bregðast við gosi þar sem hraun á þessu svæði sé seigfljótandi og fari ekki hratt yfir.

Meðal þess sem verið er að skoða er að móta landið með stórtækum jarðvinnuvélum til að stýra hraunflæðinu í ákveðna átt. Nú er verið að kortleggja hvaða vinnuvélar eru til á svæðinu en Rögnvaldur sagði að hugsanlega þurfi að sækja vinnuvélar víðar af landinu, sérstaklega til svæða í nágrenni við Suðurnes.

Einnig þarf að meta virði mannvirkja með tilliti til björgunarkostnaðar, tíma, áhættu og flækjustigs að hans sögn. Einnig geti sú staða komið upp að það sé betri kostur að leyfa hrauninu að fara yfir og byggja á nýjan leik. Hann sagði að skást væri að hraunið flæði í suður og út í sjó en þá mun það fara yfir kafla á Suðurstrandarvegi. „Það ætti þá að vera einfalt að leggja nýjan veg á sama stað. Hiti myndi lúra í hrauninu í einhvern tíma og bíða þyrfti í einhverja daga, vikur eða mánuði þar til hægt væri að leggja nýjan,“ sagði hann.

Ef hraunið renni annað og ógni mannvirkjum þurfi að horfa á landslagið í heild og meta hvernig sé hægt að stýra flæðinu. „Það þarf að horfa á heildarmyndina því breyting á landslagi á einum stað getur haft áhrif á hraunflæði annars staðar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi
Fréttir
Í gær

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Í gær

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli