fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Þriðja bylgja heimsfaraldursins er skollin á í Evrópu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 07:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að þriðja bylgja heimsfaraldurs kórónuveirunnar sé skollin á í Evrópu. Smitum hefur farið fjölgandi á Ítalíu, Frakklandi, Þýskalandi og Póllandi og er talið að stökkbreytt afbrigði veirunnar valdi þessari aukningu.

Smittíðnin í álfunni er nú sú hæsta síðan í byrjun febrúar og er nýjum og stökkbreyttum afbrigðum veirunnar kennt um. Í nokkrum löndum hefur verið gripið til aðgerða vegna þessa og önnur eru í startholunum. Mega íbúar þeirra því búast við hertum sóttvarnaaðgerðum á næstunni. The Guardian skýrir frá þessu.

Á Ítalíu greindust rúmlega 27.000 smit á föstudaginn og 380 létust af völdum COVID-19. Mario Draghi, forsætisráðherra, sagði þá að landið stæði nú frammi fyrir nýrri bylgju faraldursins. Sóttvarnaaðgerðir voru því hertar á Ítalíu í gær og nú má fólk aðeins yfirgefa heimili sín til að sinna nauðsynlegum erindagjörðum. Flestar verslanir verða lokaðar auk veitingastaða og bara.

Staðan er svipuð í Frakklandi, þar hefur smitum fjölgað mikið að undanförnu. Olivier Véran, heilbrigðisráðherra, sagði að staðan í París núna væri sú að 12. hverja mínútu sé einhver lagður inn á gjörgæsludeild í borginni. Nokkuð harðar sóttvarnaaðgerðir eru nú þegar í gildi en margir læknar þrýsta nú á ríkisstjórnina að herða þær enn frekar.

Í Þýskalandi fjölgaði smitum í síðustu viku frá því sem verið hafði vikurnar á undan. Smitsjúkdómastofnun landsins sagði að þriðja bylgjan væri nú skollin á. Sömu sögu er að segja frá Póllandi og er líklegt að hertar sóttvarnaaðgerðir verði kynntar í vikunni en nú þegar eru skólar lokaðir, strangar samkomutakmarkanir eru í gildi og veitingastaðir mega aðeins selja mat út úr húsinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift