fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Pressan

400.000 hafa látist í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 22:00

Frá Sýrlandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær, mánudag, voru tíu ár síðan borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust út en það gerðist í tengslum við hið svokallaða Arabíska vor. Mótmælendur flykktust þá út á götur í Deraa, í suðurhluta landsins, og mótmæltu stjórn Bashar al-Assad. Stjórnarherinn svaraði þessu með skothríð og handtökum. Þar með var borgarastyrjöldin hafin. Á þessum tíu árum hafa að minnsta kosti 400.000 manns látist í átökunum.

Þetta er mat mannréttindasamtakanna The Syrian Observatory for Human Rights sem telja að flest fórnarlömbin hafi verið óbreyttir borgarar.

Stríðið hefur haft hörmulegar afleiðingar fyrir óbreytta borgara og kannski sérstaklega börn í landinu. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, telur að níu af hverjum tíu börnum í landinu þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Hungur og fátækt eru algeng og milljónir barna ganga ekki í skóla og mörg þúsund eru særð eða hafa látist.

Börn niður í sjö ára hafa verið tekin í þjónustu vopnaðra hópa og samtaka og fjöldi þeirra barna sem þjáist andlega er gríðarlegur að sögn UNICEF sem telur að rúmlega 6.400 börn hafi látist í átökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra

Elon Musk tapaði kosningunum sem hann reyndi að kaupa – Eyddi gífurlegum peningum en gerði líklega illt verra
Pressan
Í gær

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn

Svínalifur grædd í manneskju í fyrsta sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“

Elon Musk reynir að múta kjósendum og kvartar undan gagnrýni í sinn garð – „Hver gleðst yfir svona?“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti

Telja að lík Émile litla hafi verið geymt í frosti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún var kölluð Lafði Dauði

Hún var kölluð Lafði Dauði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi

Ný gögn frá NASA benda til að við eigum heima í svartholi