fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Risastór loftsteinn fer nærri jörðinni í næstu viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 16. mars 2021 22:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næsta sunnudag fer risastór loftsteinn nærri jörðinni, sá stærsti sem mun fara svona nærri plánetunni okkar á þessu ári, svo vitað sé. Bandaríska geimferðastofnunin NASA skýrir frá þessu.

Fólk getur andað rólega því engar líkur eru á að loftsteinninn lendi í árekstri við jörðina því hann fer fram hjá í um tveggja milljóna kílómetra fjarlægð sem er rúmlega fimm sinnum lengri vegalengd en til tunglsins. Þetta er þó ekki meiri fjarlægð en svo að hann fellur undir flokk þeirra loftsteina sem geta hugsanlega ógnað jörðinni.

Loftsteinninn uppgötvaðist fyrir 20 árum og fékk þá hið þjála nafn 2001 FO32. Hann er talinn vera um 900 metrar í þvermál og þýtur fram hjá jörðinni á um 124.000 km/klst. en það er meiri hraði en flestir þeir loftsteinar, sem fara fram hjá jörðinni, ná.

Ef veður leyfir verður hægt að sjá hann með millistórum sjónaukum frá suðurhveli jarðar og suðurhluta norðurhvelsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin