fbpx
Mánudagur 03.febrúar 2025
Fréttir

Ákærður fyrir 33 afbrot – Peningaþvætti fyrir meira en 14 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 15. mars 2021 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún er löng og skrautleg lesning ákæran yfir manni sem kveðinn var upp dómur yfir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Ákæruliðirnir eru alls 33. Manninum er meðal annars gefið að sök að hafa hagnýtt sér ágóða af sölu á fíkniefnum og lyfjum upp á um 14,4 milljónir. Hann var einnig ákærður fyrir vopnalagabrot sem lutu að því að hann hefði haft í fórum sínum hnúajárn og kindabyssu.

Langflest brot mannsins vörðuðu akstur undir áhrifum ólöglegra efna og eru slíkir ákæruliðir yfir 20. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa allskyns fíkniefni og lyf í vörslu sinni, sem og fyrir sölu efna.

Afbrotaferill mannsins er gífulega langur en langoftast hefur hann gerst sekur um umferðarlagabrot sem felast í því að aka sviptur ökurétti og aka undir áhrifum vímuefna eða lyfja.

Maðurinn var fundinn sekur um flesta ákæruliðina og dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann sleppur því við að sitja inni ef hann heldur skilorð.

Hann var sviptur ökurétti í fimm ár. Þá var hann dæmdur til að greiða sakarkostnað upp á um 3,5 milljón króna.

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu

Allt stefnir í að Brynjar sé að fá nýja vinnu – Með minni menntun en meiri reynslu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna

Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna
Fréttir
Í gær

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“

Senn dregur til tíðinda í kapphlaupinu um „stærsta fjársjóð mannkyns“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets

Sögð ekki hafa áttað sig á eðli parkets
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið

Sólveig Anna hlessa á nýrri prentarastillingu leikskólanna – Eykur á samviskubitið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“

Var íslenska dragdrottningin myrt? – „Það hefur ekkert áunnist í þessari lögreglurannsókn“