Arsenal vann í kvöld 2-1 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.
Athygli vakti að Pierre-Emerick Aubameyang, fyrirliði liðsins var ekki í byrjunarliði Arsenal í leiknum og seinna greindi Mikel Arteta, knattspyrnustjóri liðsins frá því að að væri vegna agavandamáls.
Arteta vildi ekki gera mikið úr atvikinu í viðtali eftir leik.
„Við erum með ákveðnar reglur í okkar félagsskap og verðum að bera virðingu fyrir því. Hann (Aubameyang) er frábær náungi og einn af okkar mikilvægustu leikmönnum, hann er fyrirliðinn okkar. Svona gerist, nú höldum við áfram,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arteta vildi ekki tjá sig um hvað Aubameyang hefði gert til þess að vera hent úr byrjunarliði Arsenal
„Ég mun aldrei greina frá neinu sem gerist innan okkar raða eða í búningsklefanum,“ sagði Mikel Arteta.