Erkifjendurnir Arsenal og Tottenham mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Leiknum lauk með 2-1 sigri Arsenal en leikið var á heimavelli liðsins, Emirates Stadium.
Það var hins vegar Tottenham sem átti fyrsta höggið í leiknum. Erik Lamela kom Tottenham yfir með stórkostlegu marki á 33. mínútu eftir stoðsendingu frá Lucas Moura.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 44. mínútu þegar að Norðmaðurinn Martin Ödegaard, jafnaði metin fyrir Arsenal með marki eftir stoðsendingu frá Kieran Tierney.
Arsenal fékk vítaspyrnu á 64. mínútu. Alexandre Lacazette tók spyrnuna og tryggði Arsenal 2-1 sigur.
Mikilvægur sigur fyrir Arsenal sem þarf að nálgast liðin sem berjast um Evrópusæti í deildinni. Arsenal er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 41 stig. Tottenham er í 7. sæti með 45 stig.
Arsenal 2 – 1 Tottenham
0-1 Erik Lamela (’33)
1-1 Martin Ödegaard (’44)
2-1 Alexandre Lacazette (’64, víti)