OB tók á móti Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Leikurinn endaði með 3-0 sigri Bröndby.
Hjörtur Hermannsson, var í byrjunarliði Bröndby í leiknum og Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB.
Mikael Uhre kom Bröndby yfir með marki á 20. mínútu eftir stoðsendingu frá Jesper Lindström.
Uhre bætti við öðru marki sínu og Bröndby á 35. mínútu eftir stoðsendingu frá téðum Jesper Lindström.
Samvinna liðsfélaganna varð síðan fullkomnuð er Uhre fullkomnaði þrennu sína og 3-0 sigur Bröndby með marki á 39. mínútu eftir stoðsendingu frá engum öðrum en Jesper Lindström.
Bröndby er eftir leikinn á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 44 stig eftir 21 leik. OB situr í 9. sæti með 25 stig.