Leicester City tók á móti Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum lauk með öruggum 5-0 sigri Leicester en leikið var á King Power vellinum, heimavelli liðsins.
Fyrsta mark leiksins kom á 39. mínútu, það skoraði Kelechi Iheanacho eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy.
Þannig stóðu leikar allt þar til á 64. mínútu þegar að Ayoze Perez tvöfaldaði forystu heimamanna með marki eftir stoðsendingu frá Marc Albrighton.
Kelechi Iheanacho, var síðan aftur á ferðinni er hann bætti við þriðja marki Leicester á 69. mínútu og hann innsiglaði síðan þrennu sína með marki á 86. mínútu.
Á 80. mínútu varð Ethan Ampadu, leikmaður Sheffield United, fyrir því óláni að skora sjálfsmark og það reyndist seinasta mark leiksins sem endaði með 5-0 sigri Leicester.
Leicester er eftir leikinn í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 56 stig. Sheffield er í neðsta sæti með 14 stig og er fjórtán stigum frá öruggu sæti í deildinni.