Fulham-menn fengu topplið Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester City vann auðveldan 5-2 sigur á Southampton í seinustu umferð á meðan Fulham lagði óvænt Englandsmeistarana í Liverpool.
Það voru ekki mörg færi í leiknum og vörðust heimamenn í Fulham mjög vel. Það var þó snemma í seinni hálfleik sem Joao Cancelo tók aukaspyrnu sem rataði á John Stones sem skoraði auðveldlega framhjá Areola í marki Fulham.
Gabriel Jesus skoraði síðan sprellimark á 56. mínútu þegar Joakim Andersen ætlaði að tækla boltann í burtu en setti hann beint í Ivan Cavaleiro liðsfélaga sinn og fór boltinn af honum og á Gabriel Jesus sem var sloppinn einn í gegn. Restin var nokkuð einföld fyrir hann og skoraði hann annað mark City.
Á 60. mínútu gulltryggði Aguero síðan 3-0 sigur Man City með marki úr vítaspyrnu eftir að Tosin Adarabioyo braut Ferran Torres innan vítateigs Fulham.
City-menn auka forskot sitt á toppnum í 17 stig en Manchester United eiga samt sem áður tvo leiki til góða á þá og geta minnkað muninn niður í ellefu stig. Fulham eru í 18. sæti með 26 stig og þurfa þeir aldeilis að spýta í lófana ætli þeir sér að bjarga sér frá falli