Duncan Castles, einn frægasti íþróttafréttamaður heims, segir að Harry Maguire hafi beðið Ole Gunnar Solskjær um að kaupa enskan miðvörð til að spila við hliðina á sér.
Ástæðan fyrir þessu er að hann telur það þurfa annan miðvörð sem skilur hvernig enskur fótbolti virkar en Manchester United hefur mikið verið að skipta á milli þess að hafa Victor Lindelöf og Eric Bailly við hliðina á Maguire í vörninni. Maguire er sagður vilja fá hinn 23 ára gamla Ben White, miðvörð Brighton, til liðs við United.
Harry Maguire has indicated to Manchester United that he would like an English-speaking or English-born defender to play alongside — who understands the English football culture and can complement him. Ben White has been mentioned as a target by Maguire. (@DuncanCastles) #MUFC pic.twitter.com/xd88877bhK
— United Update (@UnitedsUpdate) March 12, 2021
United hefur eytt heilmiklum pening í varnarmenn síðustu ár, Maguire á 87 milljónir evra, Lindelöf á 35 milljónir punda, Wan-Bissaka á 55 milljónir punda og Luke Shaw á 37 milljónir punda. Ben White er metinn á 22 milljónir punda en líklega þurfa United-menn að punga út aðeins meiri pening fyrir hann.