fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
FókusKynning

Lykilinn að eilífri æsku: Í þrusuformi og slær í gegn á Instagram – aldurinn mun koma þér á óvart

Laura Gordon er með rúmlega 450 þúsund fylgjendur á Instagram

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 6. janúar 2016 22:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laura Gordon er með yfir 450 þúsund fylgjendur á Instagram þar sem hún deilir hvetjandi boðskap til þeirra sem hyggjast koma sér í gott form.
Laura, sem er frá Charlotte í Bandaríkjunum, er 48 ára en gæti auðveldlega verið 10-15 árum yngri. Hún segir að lykillinn að hraustlegu – og unglegu – útliti sínu sé stanslaus þjálfun í ræktinni og þá skipti mataræði öllu máli. Sjálf segist hún fara í ræktina átta sinnum í viku.

Laura hefur sem fyrr segir vakið talsverða athygli á Instagram eins og fjöldi fylgjenda hennar ber vitni um. Í viðtali við Mail Online segir hún að þó hún hafi aldrei starfað við þjálfun þá sé líkamsæktin eins og hennar annað starf. „Í sannleika sagt elska ég ekki ræktina. Fyrir mér er þetta eins og vinna. Að vera í góðu formi er launaseðillinn fyrir allt erfiðið sem þú leggur á þig,“ segir hún.

Laura var 23 ára þegar hún hóf að stunda líkamsrækt af kappi. Þá var hún var búin að vera í dæmigerðri skrifstofuvinnu og vandi sig á að hlamma sér í sófann eftir vinnudaginn. Hún ákvað að nýta tímann sinn í eitthvað uppbyggilegra og fór að stunda ræktina eftir vinnu. Hún hefur ekki litið um öxl síðan þá.

En hver er lykillinn?

Laura segir að hún taki þrjár klukkutímalangar lyftingaræfingar í hverri viku. Á einni æfingu einbeitir hún sér að efri hluta líkamans, annarri neðri hlutanum, fótunum, og á þeirri þriðju blandi hún þessu saman. Svo fer hún á þrjár brennsluæfingar í hverri viku og segist hún notast við DVD-diska og stundi í raun æfingarnar heima í stofu.

Góð næring er einnig lykilþáttur, að sögn Lauru. Hún segist sneiða algjöra hjá unnum matvörum og reynir hún að borða eins hreina fæðu og hún mögulega getur. Hún segir að vinir hennar hafi stundum varpað því fram í hálfkæringi að hún sé heppin að geta látið hvað sem er ofan í sig og hún geti ekki fitnað. „En ég legg mikið á mig og borða mjög hollan mat, alltaf. Ekki kalla mig heppna því ég færi miklar fórnir sem margir aðrir vilja ekki leggja á sig,“ segir hún.

Loks segist hún ekki nota nein fæðubótarefni og þá segir hún að ekki hafi verið átt við ljósmyndirnar sem hún birtir af sér á Instagram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni