Kvennaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn í Reykjavík mættust í kvöld í seinni undanúrslitum Gettu Betur. Seinasta föstudag sigraði Verzlunarskóli Íslands Tækniskólann og því kepptust lið um sæti í úrslitum gegn þeim.
Keppnin var æsispennandi frá fyrstu spurningu en MR leiddi með einu stigi eftir hraðaspurningar. Eftir myndagátu og tólf bjölluspurningar var forskotið orðið þrjú stig en enn níu stig eftir í pottinum.
Kvennó náði að svara fyrri vísbendingaspurningunni rétt í fyrstu vísbendingu og hlaut fyrir það þrjú stig og staðan því orðin jöfn. Í seinni vísbendingaspurningu kom rétta svarið einnig frá Kvennó en nú í annarri vísbendingu. Kvennó leiddi þá með tveimur stigum þegar kom að þríþrautinni.
Kvennaskólinn tók síðan einnig öll þrjú stigin úr henni og sigruðu því 29-24 með frábærum endaspretti.