Forráðamenn Newcastle eru stressaðir ef allt fer á versta veg og liðið fellur úr ensku úrvalsdeildinni. Flest félög sem ekki berjast á toppi deildarinnar eru með klásúlu um að laun lækki all verulega ef liðið fellur úr deildinni.
Samkvæmt enskum blöðum hafa forráðamenn Newcastle hins vegar sleppt þessari klásúlu, þeir hafa talið hana vera fráhrindandi fyrir leikmenn.
Newcastle er með ansi marga hátt launaða menn miðað við félag sem berst nú fyrir lífi sínu.
Joelinton er í sérflokki í launum hjá Newcastle en hann þénar 87 þúsund pund í hverri viku, Andy Carroll er einnig á góðum launum og sömu sögu er að segja um Jonjo Shelvey miðjumann félagsins.
Newcastle er að berjast fyrir lífi sínu en liðið hefur verið í frjálsu falli síðustu vikur og er ansi líklegt til þess að falla
Tekjurnar í næst efstu deild eru mikið mun minni en í efstu deild og ljóst að róðurinn yrði erfiður fyrir Mike Ashley með þessa launapakka.