Romelu Lukaku framherji Inter Milan hefur aldrei verið í betra formi á þessu tímabili, hann hefur breytt mataræði sínu til að vera í betra formi en áður.
Lukaku hefur oft verið sakaður um að vera of þungur, sérstaklega þegar hann lék hjá Manchester United. Framherjinn frá Belgíu hefur verið stórkostlegur með Inter.
Lukaku hefur raðað inn mörkum á þessu tímabili en Inter er á toppi deildarinnar á Ítalíu og virðist vera líklegt til sigurs í deild þeirra bestu.
„Frá því að ég gekk í raðir Inter hef ég breytt um mataræði, ég hef aldrei verið í eins góðu formi,“ sagði Lukaku.
Hann sagði frá því hvað hann borðar á venjulegum degi. „Mataræði mitt er þannig, ég fæ mér salat í hádeginu, ég borða mikið af kjúklingabringum og svo er það Shirataki pasta.“
„Ég breyti þessu lítið á milli dag, við verðum að vera mjög sterkir í þessum leik. Við hlaupum mikið, ég hef passað lífstíl minn betur utan vallar. Ég er sneggri en áður.“