Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra og mun leiða Viaplay sport á Íslandi og mun bera ábyrgð á að Viaplay sé áfram í fararbroddi á hágæða íþróttaumfjöllun á Íslandi.
Til að tryggja að íslenskir áhorfendur fái hágæða afþreyingarefni frá þessum sýningaréttum samhliða UFC, þýsku deildinni, Formúlu 1 og mörgu öðru hefur Hjörvar Hafliðason verið ráðinn sem yfirmaður íþróttamála. Hjörvar hefur áralanga reynslu af því að stýra þáttagerð og miðlum sem sérhæfa sig í íþróttum og var um tíma yfirmaður íþróttamála hjá 365 miðlum, ásamt því að hafa verið í fararbroddi í þróun nýrra leiða til að miðla íþróttaefni, hlaðvarp hans Dr. Football er mest sótta hlaðvarp um íþróttir á Íslandi.
„Þegar miðill sækir stóra sýningarétti fylgir því mikil ábyrgð. Okkar metnaður liggur í því að færa áhorfendum framúrskarandi, skemmtilega og frumlega umfjöllun um íþróttir á Íslandi, líkt og við höfum gert árum saman á hinum Norðurlöndunum. Hér passar Hjörvar frábærlega inn í framtíðarsýn Viaplay og ég hlakka til þess að hafa hann í forystu þegar kemur að því að þróa umfjöllunina á næstu árum.“ sagði Kim Mikkelsen, framkvæmdastjóri íþróttamála hjá Viaplay.
Hjörvar hefur fram að þessu starfað sem sérfræðingur Stöðvar 2 sport um meistaradeildina og innlendan fótbolta en hlakkar nú til þess að takast á við nýjar áskoranir með Viaplay.
„Alveg síðan Viaplay opnaði á Ísland hef ég verið aðdáandi þjónustunnar. Og með þeim sýningarréttum frá stærstu fótbolta viðburðunum sem hafa bæst við nýlega ætti öllum að vera ljóst að Viaplay verður leiðandi þjónusta í íþróttaumfjöllun í framtíðinni. Þess Vegna þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um þegar tækifærið gafst. Ég er hrifinn af háleitum markmiðum og ég er viss um að ég geti spilað lykilhlutverk í að ná þeim. Ég get ekki beðið eftir að byrja“