fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Hjörvar Hafliða til Viaplay – Hættir á Stöð2 Sport

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. mars 2021 11:59

Hjörvar Hafliðason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra og mun leiða Viaplay sport á Íslandi og mun bera ábyrgð á að Viaplay sé áfram í fararbroddi á hágæða íþróttaumfjöllun á Íslandi.

Til að tryggja að íslenskir áhorfendur fái hágæða afþreyingarefni frá þessum sýningaréttum samhliða UFC, þýsku deildinni, Formúlu 1 og mörgu öðru hefur Hjörvar Hafliðason verið ráðinn sem yfirmaður íþróttamála. Hjörvar hefur áralanga reynslu af því að stýra þáttagerð og miðlum sem sérhæfa sig í íþróttum og var um tíma yfirmaður íþróttamála hjá 365 miðlum, ásamt því að hafa verið í fararbroddi í þróun nýrra leiða til að miðla íþróttaefni, hlaðvarp hans Dr. Football er mest sótta hlaðvarp um íþróttir á Íslandi.

„Þegar miðill sækir stóra sýningarétti fylgir því mikil ábyrgð. Okkar metnaður liggur í því að færa áhorfendum framúrskarandi, skemmtilega og frumlega umfjöllun um íþróttir á Íslandi, líkt og við höfum gert árum saman á hinum Norðurlöndunum. Hér passar Hjörvar frábærlega inn í framtíðarsýn Viaplay og ég hlakka til þess að hafa hann í forystu þegar kemur að því að þróa umfjöllunina á næstu árum.“ sagði Kim Mikkelsen, framkvæmdastjóri íþróttamála hjá Viaplay.

Hjörvar hefur fram að þessu starfað sem sérfræðingur Stöðvar 2 sport um meistaradeildina og innlendan fótbolta en hlakkar nú til þess að takast á við nýjar áskoranir með Viaplay.

„Alveg síðan Viaplay opnaði á Ísland hef ég verið aðdáandi þjónustunnar. Og með þeim sýningarréttum frá stærstu fótbolta viðburðunum sem hafa bæst við nýlega ætti öllum að vera ljóst að Viaplay verður leiðandi þjónusta í íþróttaumfjöllun í framtíðinni. Þess Vegna þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um þegar tækifærið gafst. Ég er hrifinn af háleitum markmiðum og ég er viss um að ég geti spilað lykilhlutverk í að ná þeim. Ég get ekki beðið eftir að byrja“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi

Tilboði í Sævar hafnað – Vonast til að hann framlengi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Markús Páll mættur til Ítalíu

Markús Páll mættur til Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum
Staðfesta komu Asensio
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið

Risasigur Arsenal hafi lítið að segja þegar uppi er staðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás

Keyptur til Englands áður en glugganum verður skellt í lás
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir

Mjög óvænt tíðindi – Tel hafnaði Tottenham á föstudag en er nú á leið til London að skrifa undir
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag

Unnusti Sveindísar gæti skipt um vinnu í dag
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum

Yfirlýsing Rashford eftir félagaskiptin vekur furðu – Segist hafa fengið haug af tilboðum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“

Telur skilaboðin úr Fossvogi einföld eftir veturinn – „Það á að buffa Blikana“