Nú fer hver að verða síðastur að skila inn skattframtalinu í ár, en lokaskiladagur er í dag. Að þessu sinni er ekki hægt að sækja um frest.
Framtalið opnar þú inn á skattur.is en ríkisskattstjóri hefur einnig útbúið framtalsleiðbeiningar sem þú getur nálgast hér.
Í einhverjum tilvikum er hægt að fá afslátt (skattaívilnanir) sem er um að gera missa ekki af.
DV tók saman nokkra framtalspunkta á síðasta ári sem gott er að rifja upp núna á lokadegi skila.