fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Ferðamálafrömuður vill flytja Stonehenge til Wales

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 13. mars 2021 18:30

Stonehenge.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyn Jenkins, ferðaþjónustufrömuður í Wales, vill að hið fræga Stonehenge verði flutt frá Englandi til Wales og gert að ferðamannastað þar en milljónir manna skoða þetta sögufræga mannvirki árlega. Stonehenge stendur á Salisbury Plain í England en sérfræðingar telja að steinarnir, sem voru notaðir í verkið, hafi verið teknir úr Preseli fjöllunum í Wales og fluttir til Salisbury Plain.

ITV skýrir frá þessu. Jenkins skrifaði lesandabréf í dagblaðið the Western Telegraph nýlega þar sem hann sagði að Stonehenge væri ferðamannastaður sem aflaði milljóna punda í tekjur árlega.

Hann sagði jafnframt að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, myndi kannski benda á að Englendingar hafi ekki fengið steinana því England, eins og það er í dag, hafi aðeins verið til í um 1.500 ár en Stonehenge er um 5.000 ára gamalt, en það breyti engu.

Velskir þjóðernissinnar hafa hrundið undirskriftasöfnun af stað á netinu þar sem þeir krefjast þess að steinunum verði skilað til Wales því það myndi gagnast Wales vel efnahagslega og félagslega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga