fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Fundu leynigöng frá miðöldum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 12. mars 2021 05:40

Umrædd göng. Mynd:Western Power Distribution

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknimaður hjá Western Power Distribution í Wales gerði nýlega merkilega uppgötvun í Wye Valley í Monmouthshire. Þar uppgötvaði hann jarðgöng frá miðöldum. Þau eru 122 sm á hæð og þykja ákaflega merkileg.

Þau fundust í tengslum við uppsetningu nýrra rafmagnsstaura. BBC skýrir frá þessu.

„Skömmu eftir að við byrjuðum að grafa gerði hópurinn merka uppgötvun. Í fyrstu töldu þeir að um helli væri að ræða,“ segir í fréttatilkynningu frá Western Power Distribution.

Haft er eftir Allyn Gore, tæknimanni, að hann hafi tekið þátt í mörgum verkefnum á vegum fyrirtækisins þar sem gamlir brunnar og kjallarar hafi fundist en aldrei fyrr hafi hann verið með þegar eitthvað svona spennandi hafi fundist.

Göngin voru ekki merkt inn á nein kort en fyrirtækið er með kort sem ná allt aftur til nítjándu aldar.

Öll vinna á svæðinu hefur verið stöðvuð og fornleifafræðingar verða sendir á staðinn til að rannsaka göngin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga