Manchester United tók á móti AC Milan á Old Trafford í Manchester, um var að ræða fyrri leik liðanna. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli
Hinn 18 ára gamli Amad Diallo, kom inn á 46. mínútu og á 50. mínútu kom hann Manchester United yfir með sínu fyrsta marki fyrir aðallið félagsins.
Diallo gekk til liðs við Manchester United frá ítalska liðinu Atalanta fyrr í mánuðinum. Hann var keyptur á um 37 milljónir punda og gerði samning til ársins 2025.
Diallo skipar sér sess á meðal yngstu markaskorara Manchester United í Evrópukeppnum, þrír yngstu eru Mason Greenwood, Marcus Rashford og George Best.
AMAD DIALLO, WHAT A GOAL..pic.twitter.com/iLp1gH1U2v
— ᥅ (@TheFergusonWay) March 11, 2021