fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
433Sport

Segir erfitt að koma huganum frá deginum sem eyðilagði drauma – „Ég var á nálum allan helvítis leikinn“

Aron Guðmundsson
Föstudaginn 12. mars 2021 08:00

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Árnason, landsliðsmaður og leikmaður Víkings Reykjavíkur, var gestur í hlaðvarpsþættinum Fantasy Gandalf. Þar fór Kári ásamt þáttastjórnendunum Huga Halldórssyni og Gunnari Sigurðssyni, yfir víðan völl.

Tapið erfiða gegn Ungverjalandi í úrslitaleik um laust sæti á Evrópumótinu bar á góma. Íslenska landsliðið komst yfir í leiknum og hélt forystunni allt þangað til á lokamínútunum þegar ungverska liðið náði að snúa leiknum sér í vil með tveimur mörkum.

Kári segir að það hafi reynst erfitt að koma huganum frá leiknum.

„Maður hugsar um þetta enn þann dag í dag. Það poppar upp annað slagið þetta leiðindaratvik.“

Stemmningin í búningsklefa íslenska landsliðsins var skiljanlega þung eftir að draumurinn um sæti á stórmóti í þriðja skiptið í röð hafi fokið út í veður og vind.

„Það var bara algjör þögn, þetta var alveg hrikalegt. Síðan töluðu menn bara saman þegar við komum aftur upp á hótel. Mönnum var bara leyft að kljást við þetta hver í sínu horni. Það voru bara allir tómir, við vorum svo nálægt því (að komast á EM).“

GettyImages

Kári segir að það sé erfitt að benda á eitthvað eitt sem hafi farið úrskeiðis í leik íslenska liðsins. Eitthvað hafi verið öðruvísi á þessum örlagaríka degi.

„Við höfum nú varist lágt í 50 leiki eða eitthvað og alltaf leið manni svona þokkalega með það en manni leið ekki alveg eins inn á vellinum í þetta skipti, þetta var einhvernveginn ekki alveg sami þægindaramminn og maður hafði verið í áður. Ég var á nálum allan helvítis leikinn og þetta leit í raun og veru ekki eins út og það átti að gera.“

„Skipulagið var ekki alveg eins og það hefur verið. Það var gott í undanúrslitunum á móti Rúmeníu en þetta var bara dagsformið á þessum tíma. Svo vorum við náttúrulega bara ekki nógu formi. Helmingurinn af liðinu var ekki búinn að spila og svo framvegis. Þá kannski byrjaði kannski að slitna fullmikið á milli okkar og liðið fór að verjast full lágt of snemma í leiknum.“

Hlusta má á viðtalið við Kára Árnason í Fantasy Gandalf hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Átti Everton að fá vítaspyrnu í blálokin? – Sjáðu atvikið umtalaða

Átti Everton að fá vítaspyrnu í blálokin? – Sjáðu atvikið umtalaða
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu

Sjáðu mjög laglegt mark Fernandes beint úr aukaspyrnu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn

Gæti mætt þremur fyrrum liðum ef hann kemst í úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran

Birtu undarlega færslu þar sem stjarnan sást syngja lag með Ed Sheeran
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino
433Sport
Í gær

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Enska stórliðið setur allt á fullt í að reyna við Portúgalann

Enska stórliðið setur allt á fullt í að reyna við Portúgalann
433Sport
Í gær

Bauð besta vini sínum í frí með sér og eiginkonunni – Allt breyttist þegar hann komst að því hvað þau gerðu þegar hann sá ekki til

Bauð besta vini sínum í frí með sér og eiginkonunni – Allt breyttist þegar hann komst að því hvað þau gerðu þegar hann sá ekki til