fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
433Sport

Fann Klopp lykilinn að velgengni Liverpool í gær?

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool er komið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir sannfærand 2-0 sigur á Red Bull Leipzig í gær. Liverpool hafði unnið fyrri leikinn með sama mun og fer því áfram samanlagt 4-0.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en Liverpool fékk góð færi til þess að skora en tókst ekki að nýta færin. Í síðari hálfleik voru það Mo Salah og Sadio Mane sem skoruðu mörkin. Salah tók færi sitt einkar vel á 71 mínútu leiksins og Mane var á ferðinni fjórum mínútum síðar. Liverpool sýndi góða takta í leiknum, eitthvað sem hefur vantað síðustu vikur í deildinni heima fyrir.

Í fyrsta sinn um langt skeið var Fabinho mættur á miðsvæðið, staðan þar sem honum líður best. Í vetur hefur Fabinho leyst stöðu miðvarðar í vetur en Liverpool hefur saknað hans á miðjunni.

„Það er svo ljúft að horfa á hann þarna aftur,“ sagði Michael Owen fyrrum framherji Liverpool um stöðu mála eftir leikinn.

„Þegar Fabinho er á svæðinu þá líður þér eins og það sé öryggi,“ sagði Owen en varnarleikur Liverpool hefur verið í hálfgerðum molum án Virgil van Dijk.

„Hann er allt sem þú vilt hafa í varnarsinnuðum miðjumanni sínum, hann ver miðverðina svo vel sem eru veiki hlekkur liðsins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Holding skiptir um félag

Holding skiptir um félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
Willian að snúa aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lífvörður Lionel Messi í kröppum dansi í miðjum leik – Sjáðu kostulegt atvik frá helginni

Lífvörður Lionel Messi í kröppum dansi í miðjum leik – Sjáðu kostulegt atvik frá helginni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands á Færeyjum – Hafdís Nína skoraði þrennu

Sjáðu mörkin úr stórsigri Íslands á Færeyjum – Hafdís Nína skoraði þrennu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn

Sturlaðir sólarhringar hjá Tottenham en fáir vilja hoppa á vagninn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tilboði United hafnað í gær – Nkunku fer ekki fet

Tilboði United hafnað í gær – Nkunku fer ekki fet