fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Bóluefni Astra Zeneca tekið úr umferð á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 11:23

Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tilkynnti á upplýsingafundi Almannavarna í dag að bólusetning með bóluefninu Astra Zeneca hafi verið stöðvuð hér á landi tímabundið. Fréttir hafa borist þess efnis að Danir hafi hætt að nota efnið vegna tilfella blóðtappa. Eitt dauðsfall í Danmörku hefur orðið hjá sjúklingi með blóðtappa sem hafði verið bólusettur með efninu. Annað slíkt tilfelli hefur komið upp í Austurríki.

Þórólfur greindi frá því að samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun Evrópu sé ekkert sem bendi til að um orsakasamhengi sé að ræða á milli bólusetninganna og blóðtappatilfellanna. Beðið er frekari upplýsinga sem berast síðar í dag en ákveðið hefur verið að stöðva hér tímabundið notkun Astra Zeneca. Ekki hafa fengist upplýsingar um alvarlegar aukaverkanir hjá fólki sem bólusett hefur verið með þessu efni hér á landi og hefur sú bólusetning gengið vel.

Einn greindist með Covid-19 innanlands í gær og enginn á landamærlum. Sá sem greindist var útsettur fyrir smiti en var greindur neikvæður fyrir nokkrum dögum.

Fimm afleidd smit hafa greinst út frá smiti af breska afbrigðinu sem greindist um síðustu helgi. Fjölmargir eru í sóttkví vegna þeirra smita, eða 100 til 200. 1.300 sýni voru tekin í gær sem er óvenjumikið enda hefur mikið verið skimað í tengslum við ferðir mannsins sem greindist um helgina, t.d. meðal gesta á stórum tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld.

Þórólfur segir að það líti út fyrir að tekist hafi að ná utan um hópsýkinguna en það skýrist þó betur næstu daga, það geti tekið allt að viku að greinast með smit eftir að það hefur orðið. Ef fer svo fram sem horfir mun ekki verða þörf á frekari herðingum varðandi samkomutakmarkanir en ný reglugerð á að taka gildi 18. mars. Þórólfur er að smíða tillögur að áframhaldandi sóttvarnareglum. Hann segir ekki líklegt að frekari tilslakanir verði lagðar til í bili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Holding skiptir um félag
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“

Stefán Einar fékk nóg og lét Ólaf heyra það: „Hvaða tilgangi á þessi skítapilla að þjóna?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar

Ragnar Þór stingur upp á leið til að binda endi á verkföllin….sums staðar
Fréttir
Í gær

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm

Sögð hafa stolið af Sjúkratryggingum Íslands í ellefu ár – Móðir og tveir synir hennar fyrir dóm
Fréttir
Í gær

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum

Fimm Íslendingum verður vísað frá Bandaríkjunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir

Mildi að ekki fór enn verr eftir að klakastykki stórskemmdi vinnubíl í Grafarvogi – Myndir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur

Furðar sig á því að hafa fengið barnabætur