fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Pressan

Bretar ætla að þyngja refsingar yfir þeim sem smygla fólki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 18:00

Ermarsund. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reiknað er með að met verði slegið á þessu ári hvað varðar fjölda þeirra sem reyna að komast ólöglega yfir Ermarsund til Bretlands. Til að reyna að draga úr þessum fjölda hyggst breska ríkisstjórnin herða refsingar yfir þeim sem smygla fólki til landsins.

Smyglararnir hafa háar fjárhæðir upp úr krafsinu við að smygla fólki yfir sundið en nú má reikna með að sumir þeirra muni hugsa sig vel um hvort þetta sé þess virði. Samkvæmt frumvarpi, sem unnið er að í breska innanríkisráðuneytinu, verður refsiramminn fyrir smygl á fólki nú víkkaður enn frekar og geta smyglarar átt allt að lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Í dag er hámarksrefsingin 14 ára fangelsi en að meðaltali sitja dæmdir smyglarar í fangelsi í þrjú ár.

Á síðustu árum hefur þeim fjölgað mikið sem reyna að komast yfir Ermarsund til Bretlands á litlum og hraðskreiðum bátum. Á laugardaginn fann strandgæsla 87 ólöglega innflytjendur nærri Dover og franska strandgæslan stöðvaði för 51 til viðbótar.

Á fyrstu tveimur mánuðum ársins fór 531 ólöglegur innflytjandi yfir sundið en það eru 40% aukning frá sama tíma á síðasta ári sem var metár í þessum efnum. Þá höfðu yfirvöld afskipti af 8.417 ólöglegum innflytjendum við eða á ströndum landsins. Það voru fjórum sinnum fleiri en 2019. The Times segir að þessi aukning eigi sér stað þrátt fyrir að frönsk yfirvöld stöðvi þrjá af hverjum fjórum bátum sem smygla fólki yfir sundið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið