fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Eyjan

Inga segir að óþolandi hringlandaháttur reynist okkur dýr – „Við erum búin að fá nóg“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 11. mars 2021 11:30

Inga Sæland.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, segir að óþolandi hringlandaháttur sé nú að reynast þjóðinni dýr. Þar á hún við að enn á ný hafa kórónuveirusmit komið upp í samfélaginu eftir að veiran barst til landsins. Inga fjallar um þetta í pistli í Morgunblaðinu í dag sem ber heitið „Óþolandi hringlandaháttur reynist okkur dýr.“

Inga segir að það hafi ekki farið fram hjá neinum að kórónuveiran hafi enn á ný lekið inn í samfélagið í gegnum landamærin og að ekki sé enn vitað hve margir hafi smitast „í nýjustu „hópsýkingunni““. „Vonandi náum við utan um smitin sem þegar eru greind án þess að fjórða bylgja faraldursins brjótist út,“ segir hún síðan.

„Ég mæli fyrir munn mjög margra þegar ég alhæfi og segi: Við erum búin að fá nóg. Hann er með hreinum ólíkindum þessi eilífi hringlandaháttur við að taka afgerandi og fyrirbyggjandi ákvarðanir hvað varðar landamærin sem allir vita að eru veikasti hlekkurinn í okkar sóttvörnum. Stigin hafa verið hænuskref í rétta átt en alls ekki nógu stór. Spyrja má í hvaða þágu landamærunum er haldið lekum í stað tryggum? Reynslan hefur kennt okkur hversu smitandi þessi veira er,“ segir hún því næst.

Hún segir síðan að frá upphafi hafi hún viljað beita öllum varnaraðgerðum okkar gegn veirunni á landamærunum til að reyna að halda samfélaginu opnu. Til þess þurfi að loka landamærunum og hafi Nýsjálendingar notað þessa aðferð með góðum árangri. „Reynslan þar er búin að sýna að þar tóku stjórnvöld hárréttar ákvarðanir. Engan sérfræðing þarf til að sjá raunverulegan ábata fyrir allt samfélagið af því að við fáum að lifa frjáls innanlands. Á meðan efnahagsbati er hafinn á Nýja-Sjálandi þar sem hagvöxtur í landinu mældist 14% á tímabilinu frá júlí fram í september 2020 (tökum eftir; í miðjum heimsfaraldri), þá hrynur allt í kringum okkur. Atvinnuleysi hér er þannig að um 27.000 manns eru án vinnu. Hér er áætlað að bæta verði við tugum milljarða inn í atvinnuleysistryggingarsjóð á árinu, til viðbótar við þá ríflega 70 milljarða sem þegar eru greiddir til atvinnulausra. Verðbólgan mælist nú 4,3% með tilheyrandi skuldavexti heimilanna,“ segir Inga.

Í niðurlagi pistilsins segir hún síðan: „Heigulsháttur stjórnvalda og fálmkenndar opnanir/ lokanir hafa kostað okkur óafsakanlegan, óafturkræfan skaða sem aldrei hefði þurft að verða af þeirri stærðargráðu sem raun ber vitni. Stjórnvöld sem sveiflast eins og pendúll, og vita ekki hvort þau eru að koma eða fara, eru vanhæf stjórnvöld. Við viljum ekki sjá fjórðu bylgju þessa andstyggðarfaraldurs. Það er ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að vernda okkur gegn henni og það strax. Við viljum njóta þeirra forréttinda sem fylgja því að búa örugg á fallegu eyjunni okkar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því

Óánægjan með Einar og meirihlutann í borginni fer vaxandi en flokkarnir tapa mjög misjafnlega á því
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?

Stórtíðindi í nýrri könnun: Viðreisn spólar fram úr Samfylkingu – Framsókn á útleið?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“

Sigurður Ingi hjólar af krafti í Sjálfstæðisflokkinn – „Þá hefðum við átt að segja nú er nóg komið“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út

Arnar Þór Jónsson: Íslensk fyrirtæki og heimili eiga ekki lengur skjól í Valhöll – það er löngu búið að henda þeim þaðan út
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“

Sigmundur Davíð um slaufun Þórðar Snæs – „Þeir sem eru fyrstir til að kasta steinunum það eru yfirleitt ekki þeir syndlausu“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“

Össur segir Þorgerði farna að hallast til hægri – „Hún smó undan sem fugl á flugi“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins

Orðið á götunni: Trúverðugleiki Miðflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma

Ole Anton Bieltvedt skrifar: „Fake News“, „Fake Stories“, eru eitt stórfelldasta og hættulegasta vandamál okkar tíma