Áhorfendur á Stöð2 Sport botnuðu ekki neitt í neinu þegar þeir horfðu á leik PSG og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Fyrri hálfleikur er á enda en staðan er 1-1.
Undir lok fyrri hálfleiks fékk Barcelona vítaspyrnu, Lionel Messi var að taka hlaup sitt að vítapunktinum þegar skipt var í auglýsingar. Um mannleg mistök var að ræða en netverjar áttu erfitt með að átta sig á stöðu mála til að byrja með.
Áhorfendur misstu af því þegar Keylor Navas markvörður PSG varði spyrnuna frá Lionel Messi en Barcelona er upp við vegg eftir slæmt tap í fyrri leiknum.
@RikkiGje HVAÐA RUGL VAR ÞETTA???????? pic.twitter.com/9tXy4ew5sl
— Sigurđur Gìsli (@SigurdurGisli) March 10, 2021
Ríkharð Óskar Guðnason var að lýsa leiknum og sendi frá sér færslu á Twitter skömmu eftir atvikið. „Ég biðst velvirðingar á þessu þó ég hafi lítið komið nálægt þessu en fyrir hönd okkar biðst ég innilegrar afsökunar. En breytir því samt ekki að Messi er ekki góð vítaskytta,“ skrifaði Ríkharð á Twitter.
Margir netverjar hafa vakt athygli á málinu og settu inn færslu á Twitter.
Ég biðst velvirðingar á þessu þó ég hafi lítið komið nálægt þessu en fyrir hönd okkar biðst ég innilegrar afsökunar. En breytir því samt ekki að Messi er ekki góð vítaskytta.
— Rikki G (@RikkiGje) March 10, 2021
Biddu biddu gerðist hjá fleirum að það komu bara Auglýsingar í aðhlaupi Messi?
— Andri Júlíusson (@andrijull) March 10, 2021
Afsakið geðshræringuna en ég hélt í alvörunni að líf mitt hefði breyst í einhvern sketch. https://t.co/so7Y1dt4kS
— Jói Skúli (@joiskuli10) March 10, 2021
Það auglýsingahlé.
— Hrannar Björn (@hrannarbjorn) March 10, 2021
Frábært Stöð2sport fara í Auglýsingar í viti
— saevar petursson (@saevarp) March 10, 2021
SKORAÐI HANN?
— Atli Már (@atlibaru) March 10, 2021