Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald í viku eða til miðvikudagsins 17. mars, á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í austurborginni um miðjan febrúar. Fjórir eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins.
Bráðum verður mánuður liðinn frá því að lögreglu barst fyrst tilkynning um slasaðan mann við hús í Rauðagerði. Hann lést skömmu síðar en fyrsti maðurinn til að vera grunaður í málinu var handtekinn samdægurs. Alls hafa níu manns setið í gæsluvarðhaldi en nú eru fjórir af þeim enn í varðhaldi meðan hinir fimm sæta farbanni á meðan rannsókn stendur.