Disney+, streymisveita Disney, hefur síðan hún var opnuð í nóvember 2019 gert fólki kleift að horfa á gamlar Disney-kvikmyndir. Í janúar 2021 var nokkrum kvikmyndum skyndilega kippt af streymisveitunni og ekki lengur hægt að horfa á þær. Disney gaf út að það væri vegna rasískra skilaboða sem myndirnar gáfu í skyn.
Núna hafa stjórnendur þó ákveðið að bæta myndunum aftur við en þetta eru myndir á borð við Dumbo, Pétur Pan og Hefðarkettirnir. Þeir tóku ákvörðun um að hafa myndirnar inn á veitunni en í staðinn koma upp skilaboð um að ákveðnar staðalímyndir í efninu séu rangar í dag og hafi einnig verið rangar þegar myndin var gerð.
Ef að aðili með svokallaðan barnaaðgang ætlar að horfa á myndir sem innihalda þessar staðalímyndir þá þurfa foreldrar að slá inn PIN-kóða til að leyfa spilunina. Séu foreldrar ekki búnir að setja upp PIN-kóða fyrir barnaaðganga geta þeir ekki horft á myndirnar. Þetta er gert svo að ekki sé að fjarlægja menningarafurð heldur einungis gefa foreldrum val um hvort þau vilji sýna börnunum sínum myndina eða ekki.